
Venjulegur innsláttur texta
Ýtt er á tölutakka, 2-9, þar til viðkomandi bókstafur birtist. Það hvaða tungumál er
valið hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til
bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá aðgang að algengustu greinarmerkjum og sértáknum ýtirðu á 1 nokkrum
sinnum. Listi yfir sérstafi er opnaður með því að ýta á *. Bil er sett inn með því að
ýta á 0.