Nokia X3 00 - Hugbúnaðaruppfærsla með ljósvakaboðum

background image

Hugbúnaðaruppfærsla með ljósvakaboðum

Þjónustuveitan getur sent hugbúnaðaruppfærslur beint í símann þinn

(sérþjónusta). Það fer eftir símanum hvort hægt er að velja þennan valkost.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar

(sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður

en uppfærslan er ræst.

Viðvörun:

Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en

uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af

gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.

Stuðningur og uppfærslur 23

background image

Stillingar fyrir uppfærslu

Það fer eftir símanum hvort hægt er að velja þennan valkost.
Til að leyfa eða banna sjálfvirkar uppfærslur á hugbúnaði skaltu velja

Valmynd

>

Stillingar

>

Símastillingar

>

Uppfærslur

>

Sjálfvirk uppfærsla

.

Beiðni um hugbúnaðaruppfærslu

1 Veldu

Valmynd

>

Stillingar

>

Símastillingar

>

Uppfærslur

til að biðja um

tiltækar hugbúnaðaruppfærslur frá þjónustuveitunni.

2 Veldu

Um núverandi útgáfu

til að birta upplýsingar um hugbúnaðarútgáfu

símans og kanna hvort nauðsynlegt sé að uppfæra hana.

3 Veldu

Sækja hugb. f. síma

til að hlaða niður og setja upp

hugbúnaðaruppfærslu. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.

4 Ef hætt var við uppsetningu eftir niðurhal velurðu

Setja upp uppfærslu

til að

ræsa uppsetningu.

Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú

átt í vandræðum með uppfærsluna.