
Öryggi vafra
Sumar þjónustur, líkt og bankaþjónusta eða vefverslun, kunna að notast við
ákveðnar öryggisaðgerðir. Við slíkar tengingar þarf öryggisvottanir og hugsanlega
öryggiseiningu sem kann að vera tiltæk á SIM-kortinu. Þjónustuveitan gefur nánari
upplýsingar.
Til að skoða eða breyta stillingum öryggiseininga, eða til að skoða lista yfir
heimildar- og notandavottorð sem hlaðið hefur verið niður í símann velurðu
Valmynd
>
Stillingar
>
Öryggi
>
Still. öryggiseiningar
,
Heimildavottorð
eða
Notandavottorð
.
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning sé í tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi
treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.
64 Skemmtun