
Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt
Aðeins skal nota samhæft microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með
þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að
sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað
kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn tekinn í notkun
9

Síminn styður microSD-kort sem eru allt að 8 GB. Hámarksstærð einnar skráar er 2
GB.
Minniskorti komið fyrir
1 Opnaðu lok minniskortsraufarinnar.
2 Settu kortið í raufina þannig að snertiflötur þess snúi niður og ýttu á það þar
til það smellur á sinn stað.
3 Lokaðu minniskortsraufinni.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í aðgerð. Það
gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á símanum.
1 Gættu þess að ekkert forrit sé að nota minniskortið.
2 Opnaðu lok minniskortsraufarinnar.
3 Þrýstu minniskortinu aðeins inn til að opna læsinguna og fjarlægja það.
10 Síminn tekinn í notkun