
Viðbótarþjónusta
Nú er hægt að uppfæra Kort í leiðsagnarkerfi fyrir akstur og göngu. Þú þarft að fá
staðbundið leyfi til að njóta leiðsagnarkerfisins. Akstursleiðsögnin er með
raddleiðsögn og kortum í tví- og þrívídd. Gönguleiðsögnin er takmörkuð við 30 km/
klst. og með henni fylgir ekki raddleiðsögn. Leiðsagnarþjónustan er ekki í boði í
öllum löndum/svæðum. Frekari upplýsingar má fá á vefsvæði Nokia fyrir þitt svæði.
Til að nýta þér þessa þjónustu þarftu að hafa samhæfan GPS-móttakara sem styður
þráðlausa Bluetooth-tækni.
Kaupa leiðsagnarþjónustu
Veldu
Valmynd
>
Skipuleggjari
>
Kort
og
Viðbótarþjónusta
>
Kaupa
leiðsagnarleyfi
og fylgdu leiðbeiningunum.
Leyfa verður kortaforritinu að nota tengingu við símkerfið til að geta notað leiðsögn
með raddstýringu.
Leiðsagnarleyfið er tengt SIM-kortinu. Ef annað SIM-kort er sett í símann ertu
beðin(n) um að kaupa leyfi áður en leiðsögn hefst. Meðan á kaupferlinu stendur er
þér boðið að flytja núverandi leiðsagnarleyfi yfir á nýja SIM-kortið þér að
kostnaðarlausu.
68 Kort